Gylfi Freyr með námskeið í sumar

Gylfi Freyr

Motocross.is ætlar að kynna þau námskeið sem verða í boði í sumar hér næstu daga. Hér kemur kynning á einu þeirra en það er Gylfi Freyr Guðmundsson sem var Íslandsmeistari í motocrossi árið 2006 sem er þjálfarinn:

Motocross námskeið sumarið 2010

Ég verð með nokkur motocross námskeið í sumar  þar sem ég fer yfir allt sem tengist motocrossi.
Þetta verða skemtileg námskeið og eru fyrir alla sem vilja bæta aksturinn hjá sér og og hafa meira gaman af því að hjóla.

Fáðu það besta úr sjálfum þér og hjólinu.

Um mig:

Ég er búinn að vera æfa og keppa í motocrossi í 11 ár bæði hér á Íslandi og erlendis með góðum árangri og hef mikla reynslu sem mig langar að deila með ykkur á þessum námskeiðum.

Þú lærir að:

  • Vera öruggari á hjólinu.
  • Hafa meira gaman að því að hjóla.
  • Hjóla hraðar.
  • Breyta slæmum hjóladegi í góðan hjóladag.
  • Bæta árangur þinn í keppnum.

Hvernig eru námskeiðin?

Námskeiðin eru fyrir alla aldurshópa.

Farið verður yfir allar brautir í kringum Reykjavík.

Hvert námskeið er einn mánuður eða 20 tímar í kennslu og kostar aðeins 15.000 á mann.

Kennt verður á mánud og þriðjud frá kl.19-22

Og miðvikud og fimmtud frá kl. 19-21

Námskeiðin verða í maí, júní, júlí og ágúst.

Það verða hámark 10 manns í hóp.

Kennt verður 2 sinnum í viku 2- 3 tíma í einu.

Fyrsta námskeiðið byrjar 3.maí kl 19:00 í Sólbrekku.

Skráning:

Þú getur skráð þig í s: 865-8288 eða sent e-mail á rm250cc@mi.is

Skildu eftir svar