Félagsgjöld í AíH

Minnum félagsmenn á félagsgjöld fyrir árið 2010. Þegar hafa verið sendir út rafrænir greiðsluseðlar til þeirra sem greiddu félagsgjöld í fyrra. Þeir félagsmenn AÍH sem ætla sér að keppa á Klaustri þurfa að hafa greitt félagsgjald fyrir 13. maí (tekur smá tíma að vinna þetta og senda VÍKverjum). Fyrir þá sem ekki hafa fengið greiðsluseðil, þá er hægt að millifæra inná reikning: 0515-26-393450 kt. 691200-3450.  Félagsgjaldið fyrir einstakling er 4.000 kr en 6.000 kr fyrir fjölskyldur (sama lögheimili).  Sé ekki millifært að eigin reikning þarf að senda upplýsingar um nafn félagsmanns, símanúmer og netfang á gvg@internet.is Sama á við ef fjölskyldugjald er greitt og bætist þá við sömu upplýsingar fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar.

Kv. stjórn Torfæruhjóladeildar AÍH.

Skildu eftir svar