Vefmyndavél

Athafnir helgarinnar

Mikið var um að vera þessa helgina, 13. umferðin í AMA supercrossinu fór fram með Chad Reed innanborðs. Torrent er ekki komið á netið ennþá, en það ætti væntanlega að detta inn hérna í dag eða kvöld.

2. umferðin í FIM heimsmeistarakeppninni fór fram á Mantova brautinni í Ítalíu og var rétt í þessu að klárast. Aðra eins baráttu og spennu hef ég sjaldan séð einsog var í MX2 flokknum þennan daginn. Í báðum mótóum var baráttan alveg þangað til að flaggið féll og hún fékk mann til að bíta aðeins af nöglunum. Ég ætla ekki að eyðileggja fyrir þeim sem hafa ekki séð keppnina með því að birta einhver úrslit, en ég mæli eindregið með því að þið horfið á endursýningu af keppninni ekki seinna en NÚNA STRAX á Freecaster.tv

startoff italy

Ég ætlaði að keppa í Lommel þessa helgina, en þar sem ég er einn í koti, ákvað ég að sleppa því. Allir sem ég þekki hérna fóru til Ítalíu að horfa á keppnina þannig að ég fór bara að hjóla í Hondapark í staðinn og tók því „rólega“.  Framundan er bara hjólerí hjá mér, og auðvitað vinnan. Ef einhverjir hafa áhuga á að senda demparana sína til mín og láta tjúnna þá hjá Han í Ultimate, að þá er það no problemmo. Sendið mér bara email á aron@aron66.is og við græjum málið. Það eru nú þegar einhverjir íslendingar að senda dempara til mín í tjúnningu til að vera klárir fyrir sumarið. www.ultimateracingsuspension.com

Jonni

Jonni vakti greinilega mikla athygli hérna úti, var að flakka um netið hérna í vikunni og fann þessa svakalegu mynd af honum í Lommel.

Þangað til næst,

Aron #1

Leave a Reply