Vefmyndavél

Árskortin Lækka !!

Eins og í fyrra, þá stendur félagsmönnum VÍK til boða að kaupa árskort í brautir félagsins.
Ákveðið hefur verið að lækka verðið á árskortinu til að koma til móts við sívaxandi kostnað félagsmanna.
Mun það aðeins kosta kr. 20.000 í sumar, fyrir stór hjól – og  kr. 10.000 fyrir minni hjól.  Kortin gilda út febrúar 2011.  Gefin er sérstakur fjölskylduafsláttur  –  5% afsl. við kaup á tveimur kortum, 10% við þrjú og 15% við fjögur eða fleiri. Þeir sem eiga frístundarkort ættu að getað nýtt sér það við kaup á brautarkorti.  Ekkert sérstakt kort er fyrir utanfélagsmenn – þeir einfaldlega gerast bara meðlimir á kr. 4.000 eða kr. 7.000 fyrir alla fjölskylduna, og kaupa svo kort á þessum frábæru kjörum. (Menn eru auðvitað eftir sem áður félagar í sínu félagi en greiða með þessu sama gjald fyrir árskort og félagsmenn VÍK þe. árskort + félagsgjald)

Utanfélagsmenn borga kr. 2.000 fyrir MX-dagskortið og kr. 1.000 fyrir aðgang að Enduro-svæðinu.
Aðild að VÍK eru fljót að borga sig því félagsmönnum býðst dagskort í MX-braut á kr. 1.500 og ókeypis er fyrir þá inn á Enduro-svæðið.  Félagsmenn í VÍK og dagskortahafar geta nýtt sér frábæra aðstöðu í Bolaöldu, eins og t.d. salerni, búningsaðstöðu og þvottaplan.

Árskortin eru til sölu hér á www.motocross.is  frá og með morgundeginum, og verða skráð á viðkomandi notanda. Eigandi kortsins má einn nota kortið, óháð því hvaða hjóli hann ekur, en verður alltaf að hafa kortið á hjólinu á greinilegum stað. Kortið er í plasti og auðvelt er að “strappa” það fast t.d. á framdemparann. Sama regla gildir um árskortin og aðra brautarmiða – miði sem ekki er á hjólinu er ógildur miði!
Það er engin spurning að kortið er frábær kostur – bara þægindin við að þurfa ekki að koma við á bensínstöðinni er hellings virði!

Árskortið gildir í báðar brautir félagsins, Álfsnesi og Bolaöldu.  Álfsnesið er alltaf „gott þegar það er gott“ og þar mun aðstaðan batna enn frekar í sumar.  Í Bolaöldu er þegar komin ein besta aðstaða landsins en áfram verður haldið að bæta aðstöðuna þar. Til þess að svo megi verða þurfa allir sem njóta að taka þátt í kostnaðinum og er það von stjórnar að sem flestir nýti sér þetta frábæra tilboð

Comments are closed.