Vefmyndavél

Álfsnesbrautin í dag.

Kátir kappar í Álfsnesi.

Það var múgur og margmenni á opnunardegi Álfsnesbrautar. Reynir #3 er búinn að vera að gera og græja undanfarna daga til að við hin getum leikið okkur. Og það vantaði ekki brosið á alla í dag. Enda fátt skemmtilegra en að komast í moldarbraut svona snemma að vori. Brautin virðist koma ótrúlega góð undan vetri, það má þakka allri þeirri vinnu sem var lögð í hana sl sumar. Að sjálfsögðu höfðu allir keypt miða í brautina og öllum þótti sjálfsagt að stoppa öðru hverju og tína steina 0g rusl sem var að þvælast fyrir. Gaman saman á góðum vordegi.

Leave a Reply