1. Apríl. Góður hjóladagur. Ekki spurning.

Spennt mæðgin að græja sig fyrir átök dagsins.

Í brautinni hjá Þorláki var slatti af fólki, en þó ekki eins mikið og hefði mátt gera ráð fyrir svona í byrjun páskahelgarinnar. Það skemmdi þó ekki gleðina fyrir þeim sem mættu. Crossbrautin var í „keppnis“ standi og var mjög fínt að æfa sig við þessar aðstæður. Það var auðséð á mörgum að hæfileikarnir hafa fengið að rykfalla í vetur, en það slípaðist vel til hjá flestum. Endurobrautin þótti í fínu standi og var tekið vel á henni af þeim sem þar hjóluðu.

Miðað við veðurspá er Þorlákshafnarbrautin eina notahæfa brautin hér á Stórhöfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvernig Ólafsvíkurbrautin er en miðað við þá reynslu sem greinarhöfundur hefur að þeirri braut, þá er ansi kalt og hvast í norðanátt eins og nú er.

Vonandi skemmti þið ykkur vel, fullt rör og engar bremsur.

Danni frekar þreytulegur
#57 á flugi
Smá hvíld á milli átaka
Halli var að reyna að fá permanett af TMinu.
Nei nei, hann var ekki búinn að fá sér páskabjór.
Gott að hafa svona mekka sem er ennþá með strengi frá síðasta hjólatúr. Sögur af þeim hjólatúr voru reynda svo ótrúlegar að annað eins hefur ekki heyrst þarnamegin við þrengslin 🙂
Troðfullt að hjólum
Einar #4 hjólaði eins og enginn væri morgundagurinn.

Kalt? Nei bara kuldaskræfur.
Gæðingar í pásu upp við Grænu Ofurþrumuna.

Skildu eftir svar