Viðhaldsnámskeið VÍK

Á morgun, Miðvikudag, hefst námskeiðaröð VÍK í viðhaldi á drullumöllurum.  Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur –  Bæjarflöt 13 Grafarvogi, sér um kennsluna og hefst námskeiðið Kl: 19:30. Góð þáttaka er á námskeiðin og víst er að hinir fróðleiksfúsu fá eitthvað til að moða úr eftir að Einar verður búinn að hella úr viskubrunni sínum. Minnum þáttakendur á að mæta á réttum tíma til að missa ekki af neinu. Þeir sem eiga eftir að borga, vinsamlegast klárið það áður en mætt er á námskeiðið.  

Námskeiðin eru eftirfarandi

Miðvikudaginn 10.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Hvernig þjónusta á stýrislegur og link, og allt varðandi legur í fjöðrunarbúnaði.

Hvernig skal þrífa og smyrja pakkdósir í gjörðum.

Hvað skal gera fyrir nýtt hjól áður en það er tekið í notkun.

Þrif á hjólum.

Stillingar á keðjum.

Smurning á keðjum

Hvenær er keðja ónýt

Hvernær eru tannhjól ónýt

Miðvikudaginn 24.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Hvernig skal smyrja barka og inngjöf.

Stillingar á börkum.

Stillingar á stýri. Almennt.

Hvað skal ath. í hvert skipti áður en farið er að hjóla.

Loftsía + olía í síur, hversu oft.

Kúppling

Vatnskassi + vökvi

Bremsur + vökvi

Olíu og síuskipti + hversu oft

Miðvikudagurinn 31.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Stillingar á dempurum.

Uppsetning á dempurum.

‘Sag’ stillingar

Umhirða á dempurum.

Dekkjaskipti.

Blöndungur, stillingar.

Hvaða verkfæri væru æskilegust í verkfæratösku.

Viðfangsefni á námskeiðunum gæti breyst ef þurfa þykir.

Skildu eftir svar