Vefmyndavél

Viðhaldsnámskeið VÍK

Síðastliðinn Miðvikudag var 1. hluti í viðhaldsnámskeiði á drullumöllurnum. Mjög góð mæting var á námskeiðið og voru allir mjög áhugasamir um það sem Einar Sig/ Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, framreiddi úr reynslubankanum. Okkar von, hjá VÍK, er að þeir sem mæta á námskeiðin hafi í lokin kunnáttu í að sjá til þess að hjólin séu tilbúin til notkunar fyrir hverja hjólaferð. A.m.k að skilja hvað þarf til þess. Nú eða þá bara að skilja að það þarf að gera við á ákveðnum tímapunkti. Næsta námskeið verður Miðvikudaginn 24.03.10. Kl: 19:30

Frægðarför var farin í myndatöku á námskeiðinu en því miður þá gaf tölvan, sem geymdi myndirnar, upp öndina áður en þessi grein var rituð. Vonandi verður hægt að bæta úr því á næsta námskeiði.

Leave a Reply