Suzuki með nýja búð

Suzuki ætlar að opna nýja hjólaverslun á næstunni eða eins og segir í tilkynningu frá þeim…Suzuki ætlar að bjóða öllu hjólafólki að koma og kíkja á nýju búðina okkar áður en hún opnar formlega í næstu viku. Verslunin er í Skeifunni 17!

Við tökum úr lás kl. 16:00 á morgun föstudaginn 26.mars og verðum með opið hús fyrir hjólafólk til kl.20:00. Þarna erum við með fullt af nýjum vörum, helling af hjólum og allt á góðu verði ….

Það eru komin ný merki í búðina og verðum við m.a. með fatnað, hlífar og skó frá AXO, hjálma frá ARAI, MARUSHIN og ASTONE, ýmislegt skemmtilegt frá UFO, NO-TOIL olíur og síur og eitthvað fleira!!

Útsala verður á völdum vörum og þar verða m.a.  Airoh hjálmar,Diadora og Bering skór, UFO motocrossgallar og eitthvað fleira skemmtilegt. Flott að ná sér í galla fyrir klaustur á góður verði! Ekki eru til mörg eintök í öllum stærðum þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

Von er á fleiri vörum á næstu dögum og vikum og verður búðin formlega opnuð mánudaginn 29.mars.

Skildu eftir svar