Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir halda skyndihjálparnámskeið á miðvikudagskvöld. Farið yfir þau atriði sem snúa beint að mótorhjólafólki og þeim áverkum sem við verðum oftast fyrir. Kennari á námskeiðinu er Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparkennari, en hann kom líka til okkar í fyrra og þótti standa sig mjög vel.

Námskeiðið tekur mið af þeirri skyndihjálp sem veitt er á fjöllum, fjarri góðum samskiptum og hjálp. Meðal efnis sem farið verður yfir er beinbrot, innvortis áverkar, hreinsun sára, stöðvun blæðingar, marblettir og bólgnun, áverkagreining o.fl. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Fyrir verklega hlutan eru þátttakendur hvattir til að taka hjálminn sinn með. Við munum æfa okkur í að taka hjálm af „slösuðum“ félaga okkar.

Námskeiðið veitir engin skyndihjálparréttindi. Þátttökugjald er kr. 800 og greiðist á staðnum.

Skráning á slodavinir.org

4 hugrenningar um “Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld”

  1. agustb: þetta er hjá slóðavinum ekki vík.
    En bara að árétta að námskeiðið er á morgun, miðvikudaginn 31. mars… ekki í kvöld á þriðjudegi.

Skildu eftir svar