Skráningu í Klaustur er lokið – Uppselt

Nú hafa 400 manns skráð sig í TransAtlantic Off-Road Challenge keppnina á Klaustri.

Skráningu er lokið.

10 hugrenningar um “Skráningu í Klaustur er lokið – Uppselt”

  1. Afhverju er verið að takmarka fjölda keppenda?
    Afhverju ekki að hafa opna skráningu og sjá hversu mikill áhugi er fyrir þessari keppni?
    Skemmtilegra að’ hafa 600 keppendur en 400..

    Menn sem eru ekki með puttann á púlsinum eiga núna ekki séns að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni!!
    Sem betur fer skráði ég mig strax 🙂

  2. Hefði ekki átt að auglýsa þetta strax frá byrjun? Ég veit um menn sem eru ekki á kafi í sportinu sem náði ekki að sjá þetta og geta því ekki verið með. Ég skora því á stjórnina að fjölga keppendum,

  3. Þetta var sett í lottið að líklegast yrði takmarkað við 300 keppendur, sjá link: http://www.motocross.is/2010/03/klausturskeppnin-%C3%BEetta-er-a%C3%B0-bresta-a/ Þetta var líka sett á motosport.is en það er svo sem ekki málgagn né vefur VÍK.

    VÍK bjóst ekki við þessu geysilegu viðbrögðum sem urðu og töldu menn sig góðir ef fjöldinn myndi ná 300. Ég er alveg sammála því að þetta hefði mátt koma skýrar fram af hálfu VÍK.

    Varðandi fjöldann, að þá hefði að sjálfsögðu verið æðislegt að fá sex hundruð keppendur til leiks og þaðan af fleiri. En það er samdóma álit þeirra sem þekkja til og það voru einnig tilmæli frá landeiganda að fjöldi keppenda myndi ekki fara yfir 400 manns. VÍK stefnir á að halda keppni á þessu svæði næstu fimm árin og það hefði ekki verið skynsamlegt að fara strax í fyrstu keppni yfir þolmörk svæðisins og lenda í því að samningi yrði husganlega sagt upp af hálfu landeiganda.

  4. Ég er sjálfsagt ekki einn um að hafa verið aðeins of seinn að skrá mig til leiks en ég er hjartanlega sammála Magga um að þetta hefði mátt auglýsa aðeins betur varðandi fjöldann….

    Frétti af því að skráning hafi verið komin í 300+ og taldi mig geta verið rólegur þar sem fjöldi keppenda 2007 var um eða yfir 500 manns. Hefði betur gert ráðstafanir strax.

    Svo hefði líka mátt takmarka fjölda liða og ýta mönnum frekar út í einstaklingskeppnina og minnka álagið á svæðið til muna…

    En verður einhver biðlisti settur í gagnið þar sem menn geta gengið inn í stað þeirra sem detta út…??

  5. Jú, það verður að öllum líkindum settur upp biðlisti og er vefstjórinn að hugsa með hvaða hætti hann getur framkvæmt það. Mjög líklega verður það gert í athugasemdakerfinu.

    Þú sérð Danni, að ef þú varst tiltölulega rólegur að þá vorum við líka nokkuð slakir og töldum okkur góða ef skráninginn næði 300 manns í það heila. Það afsakar það samt ekki að þetta hefði mátt koma miklu skýrar fram í byrjun. En samningurinn og þar á meðal leikreglurnar fyrir VÍK lá ekki á borðinu fyrr en tveim dögum fyrir skráningu. Ég skal alveg taka á mig sökina sem meðstjórnandi í VÍK að menn voru ekki betur upplýstir um hámarks fjölda.

    Kv. Sverrir J.

  6. Ja svei, maður skreppur í smá skíðafrí og þar með missum við af Klaustri þetta árið. Það er GLATAÐ. Satt best að segja hefði Bolalda verið betri ef þetta er málið. Skráum okkur á biðlista og vonum að menn sjái ljósið 🙂

    Góli og Maggý

Skildu eftir svar