Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010

Skráning er hér með hafin í níundu árlegu TransAtlantic Off-Road Challenge. Hin eina og sanna Klaustur keppni.

Vinsamlega vandið ykkur við skráninguna til að forðast mistök og óþarfa bras. Sá sem skráir liðið borgar fyrir alla 3 keppendurna. Einungis er hægt að greiða með kreditkorti. Lágmarksvélastærð í keppnina er 125cc 2T og 250cc 4T. Lágmarksaldur í keppnina er xx ára.

 1. Veljið ykkur flokk
 2. Veljið hversu margir verða í liðinu
 3. Smellið á GREIÐA hnappinn
 4. Fyllið út nafn, heimilsfang osfrv fyrir kreditkorthafann
 5. Skrifið nafn ALLRA KEPPANDA í liðinu í ATHUGASEMDIR fyrir neðan nafnið á korthafanum
 6. Smellið á Greiða með korti og fyllið út kortaupplýsingar

Skráningu er lokið

15 hugrenningar um “Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010”

 1. Helmingurinn af þeim sem eru búnir að skrá sig GLEYMA að skrifa nafnið á keppendum í athugasemdir.
  Það að ekki að skrifa nafnið á keppendum hérna, heldur í athugasemdaboxið fyrir neðan nafnið á korthafanum

 2. Það er alveg magnað að fólk geti ekki farið eftir leiðbeiningum sem koma fram á tveimur stöðum. Einnig er þessi skráning alveg eins og í fyrra. En, alla veganna. Nú er bara að bíða eftir 23. maí. 🙂

 3. Fær maður ekki senda kvittun til staðfestingar eins og þegar maður borgar félagsgjöldin?

 4. Búast má við að endanlegur listi keppenda verði birtur eftir að skráningu lýkur, nokkrum dögum fyrir keppni.
  Það getur verið að við birtum þá sem komnir eru eitthvað fyrr.

  Þeir sem gleymdu að setja nöfn keppenda eiga að framsenda kvittunina sem þeir fengu í tölvupósti á vefstjori@motocross.is með nöfnum allra keppenda í liðinu.

  Allir eiga að fá senda kvittun frá korta@korta.is til staðfestingar um greiðslu og skráningu (Helgi, þín skráning er móttekin)

 5. Nei, það er ekki hægt að vera með sama keppnisnúmer og í MX-inu. Þú færð úthlutað keppnisnúmer sem er það sama og rásnúmer þitt. Þannig er haldið utan um keppendur og bólurnar tengdar við þú númer sem þú færð við skráningu.

 6. Þeir sem að ruddust framfyrir með því að sleppa nöfnum í skráningu hljóta að verða færðir afturfyrir þá sem skiluðu inn fullgildri skráningu í fyrstu tilraun, erakki??

Skildu eftir svar