Ómar Ragnarsson mætir á fund Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið slóðavinir vekur athygli á félagsfundi sem fram fer 3. mars kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Kletthálsi 3.  Öllu áhugafólki um ferðalög til fjalla er boðið að taka þátt.

Undanfarnar vikur hefur hörð, óvægin og einsleidd umræða átt sér stað í bloggheimum og fjölmiðlum um umferð vélknúinna ökutækja í náttúru Íslands. Upphafið að þessari umræðu má rekja til erindis Andrésar Arnalds, fagmálastjóra hjá Landgræðslunni, sem flutt var á málstofu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir nokkru.  Í erindinu teiknar Andrés upp dökka mynd af þróun skipulagsmála á Íslandi: Stjórnlausri nýmyndun vegslóða, algjöru aðgerðarleysi stjórnvalda, virðingarleysi ferðaþjónustuaðila við umhverfið, og slæleg vinnubrögð við útgáfu landakorta svo eitthvað sé nefnt.  Máli sýnu til stuðnings notar Andrés ljósmyndir og texta sem teknar eru af heimasíðum hjólafólks, jeppafólks, félagasamtaka og ferðaþjónustuaðila.  Andrés mun flytja erindi sitt á fundinum.

Andrés hefur náð að hrista vel upp í jeppa-, mótorhjóla- og göngusamfélaginu og án efa mun hann geta hrist upp í fundarfólki á miðvikudaginn líka.

Ómar Ragnason flytur erindi á fundinum og mun án efa ná að hrista upp í fundarfólk líkt og Andrés, en þó vonandi með öðrum formerkjum.

Stjórn félagsins kvetur alla sem áhuga hafa á málefninu að fjölmenna á fundinn.

Skildu eftir svar