Vefmyndavél

Nitró með kynningu á 2010 árgerðunum af Kawasaki.

Nitro stjórinn stoltur við nýju 2010 Kawana

Það er ekki að sjá hjá Nitró að það sé kreppa. Enda hvað er það! Það var blásið til risasýningar á 2010 árgerðum á Kawasaki í gærkvöldi, einnig var boðið upp á góða afslætti á ýmsum vörum. Múgur og margmenni sótti sýninguna og voru allir gestir mjög ánægðir með það sem fyrir augun bar.

Samkvæmt Ragga þá er góður gangur í sölu á 2010 árgerðunum og ekki væri kreppan  að leggja hjólasportið.

Vefurinn náði að slíta Ragga í augnablik frá æstum kaupendum og fékk hann til að stilla sér upp með 2010 drullumöllurunum fyrir myndatöku. 
Þegar fólk var búið að versla og skoða nægju sína var boðið upp á kaffi og kræsingar eins og hver gat í sig látið. 

Leave a Reply