Vefmyndavél

Krepppa? Ekki er það að sjá.

Amk. þá eru hjólaumboðin troðfull af nýjum hjólum þessa dagana. Í Nítró er nýbúin að vera stórsýning á 2010 árgerðunum og að sögn Ragnars Inga þá er góður gangur í sölunni hjá þeim. Hjá Moto er troðfull búð af nýjum hjólum, að sögn Kalla þá eru flest hjólin seld og ekki annað að sjá  en að hægt sé að taka fleiri hjól til landsins. Honda var að fá væna sendingu af hjólum og er salan þar vonum framar, virðist meira segja vera þannig að það verði vöntun á rauðu hjólunum ef fram fer sem horfir. Vefurinn kíkti á sýninguna hjá Nítró í síðustu viku og nú var litið við hjá Moto og Honda og  myndavélin var tekin með. Yamaha mun vera að fá til landsins nýja 450 hjólið og ætti það að vera til sýnis von bráðar. Sumarið ætti að geta verið frábært hjá okkur og jafnvel fullt af nýjum hjólum á ferðinnin. Við hvetjum hjólara til að líta við í umboðunum og skoða dýrðina sem þar er til sýnis.  Það er svo gaman að skoða splúnkara hjól. 

Nýju 2010 Hondurnar

450 2010 Hondan

Pakkað af KTM og Husaberg í Moto

Bergar í röðum, Kalli er búinn að vera sveittur í því að gera og græja hjólin fyrir nýja eigendur.

Frá sýningunni í Nítró.

Comments are closed.