Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.


Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins – skýrsla stjórnar vegna 2009

Aðalfundur VÍK 16.3.2010- Fundargerð

Aðalfundur VÍK 16.3.2010 – Glærur

Ársreikningur VÍK 2009

6 hugrenningar um “Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum”

  1. Hvað erum við að tala um að þetta kosti? Hvað kostar að hjóla í þessari höll?

  2. Stufur! það er enginn verðmiði komin á neitt ennþá þar sem þetta er á algjöru frumstigi.

    Konni10! Varðandi að keppa á KX100 í 85 floknnum er hlutur sem ég er ekki klár á. Ráðlegg þér að hafa samband við MSÍ, eða droppa bara upp í KTM umboðið og spjalla við formanninn hann Kalla. Hann veit pottþétt hvort þessi hjól eru eða verða leyfileg í 85cc flokknum.

Skildu eftir svar