Aðalfundur VÍK verður haldinn 16. mars nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn þriðjudaginn 16. mars nk. kl. 20 að Engjavegi 6, ÍSÍ húsinu. Á dagskránni eru helstu aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosning stjórnar og nefnda. Að auki verða kynntar helstu áherslur í starfi félagsins til framtíðar sem verður mjög áhugavert. Við viljum einnig fá umræðu um starf félagsins og innlegg frá áhugasömu fólki sem vill hafa áhrif á störf félagsins. Kröftugt félagsstarf hefur aldrei verið mikilvægara og því væri gaman að fá fleira fólk til starfa með okkur í stjórn, nefndum, foreldrastarfi og öðrum verkefnum félagsins. Ef þú hefur áhuga eða vilt bara koma nýjum hugmyndum á framfæri sendu okkur þá endilega póst á vik@motocross.is

Kveðja, stjórn VÍK

Skildu eftir svar