Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið

Sérsniðið skyndihjálparnámskeið verður haldið fimmtudaginn 11.03. kl: 19-22 í Reykjavík (staðsetning auglýst síðar). VÍK í samstarfi við strákana
í Slökkviliðinu sem séð hafa um sjúkrabílinn á keppnunum hjá okkur hafa sett saman sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir hjólafólk. Þetta námskeið
hentar þeim sem stunda æfingar í Moto-Cross, Enduro og eru í ferðamennsku.
Eftirfarandi eru helstu þættir sem farið er í:

  • Aðkomu að slysstað,
  • greinagóð tilkynning til 112/sjúkrabíl,
  • meðhöndlun sjúklingsins á staðnum eftir aðstæðum og ástandi /hvað er hægt að gera,
  • undirbúningur til flutnings,
  • flutningur framkvæmdur af þeim er koma, fyrstir á staðinn ef aðstæður krefjast þess, þ.e erfið aðkoma.
  • Einnig verður búnaður þeirra kynntur.
  • Farið yfir helstu hluti sem ættu að vera til í sjúkrakassa í bílnum.
  • Farið yfir helstu hluti sem ættu að vera meðferðis á ferðalögum.

Námskeiðið er takmarkað við ca. 40 manns, hluti námskeiðis er verklegur. Við fáum einnig heimsókn frá Landhelgisgæslunni og farið verður í helstu hluti sem þarf að vita til móttöku á þyrlu á slysstað.
Skráning fer fram hér á www.motocross.is og er þáttökugjald kr. 1.500,-

4 hugrenningar um “Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið”

Skildu eftir svar