Vefmyndavél

Rúmlega 30 keppendur á Leirtjörn á morgun

Rúmlega 30 keppendur eru skráðir til leiks í annarri umferðinni í Íslandsmótinu í Ís-crossi. Leirtjörnin er gaddfreðin og tilbúin fyrir keppnina.

Keppnin hefst klukkan 12 á hádegi en keppendur eiga að mæta klukkan 10. Nánari dagskrá hér.

Góð aðstaða er fyrir áhorfendur á svæðinu til að horfa á keppnina úr bílum sínum ef það verður kalt.

Fyrir þá sem ekki vita er Leirtjörnin undir Úlfarsfelli, beygt upp hjá Bauhaus og uppfyrir nýja hverfið. Sjá kort hér

Leave a Reply