Mantova Starcross – Cairoli sigrar

Þá er fyrstu keppni ársins lokið en hún var á Ítalíu í Mantova Starcross brautinni en þar einmitt æfðu strákarnir í landsliðinu í tvö daga fyrir Motocross of Nations. Þessi keppni er altaf sú fyrsta á hverju tímabili og er partur af upphitun fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst í apríl. Þarna voru margir af bestu ökumönnum í heiminum mættir til leiks og margir þeirra á nýrri tegund og þar má nefna Antonio Cairoli sem fór frá Yamaha yfir á KTM, Clement Desalle frá Honda yfir á Teka Suzuki og Jonthan Barragan frá KTM yfir á Kawasaki.

Antonio Cairoli varð fyrstur 1-1-3 og leit ljómandi vel út á nýja KTM 350 SXF hjólinu, annar varð Steve Ramon 6-4-4 og í þriðja sæti varð Clement Desalle 16-2-2. Í MX2 flokki var Shaun Simspon fyrstur 4-7-14 og annar varð heimsmeistarinn Marvin Musquin 18-11-8.

Þess má geta að MX1 og MX2 flokkarnir voru keyrðir saman og hafa altaf verið keyrðir saman í þessari keppni og keyrð eru þrjú moto einsog í belgíska meistaramótinu.

Skildu eftir svar