Það er allt að gerast hjá VÍK

Stjórnarmenn í VÍK eru, að venju, hrikalega virkir þennan veturinn, þá er eins gott fyrir félagsmenn að vera á tánum og taka þátt í öllu sem er að gerast á vegum klúbbsins. Það eru búin að vera hjólanámskeið í Reiðhöllinni, það eru búnar að vera innikeppnir, ískeppnir, næringarnámskeið, þrekþjálfun og svo má lengi telja. Mars er mánuðurinn sem toppar síðan allt í vetrarstarfi klúbbsins.

Skyndihjálparnámskeið verður þann 11.03.10.    Aðalfundur verður þann 16.03.10

Og nú erum við með VIÐHALDSNÁMSKEIÐ. Hér setjum við upp námskeið fyrir alla þá sem hafa ekki grunnþekkingu í því að þjónusta hjólin.

Námskeiðið er í samstarfi við og hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, en þar eru menn hoknir af reynslu í mótorhjólaviðgerðum.

Skráning sendist til: olafur@bernhard.is eða í S. 864-1243 Óli Gísla.

Námskeiðin eru eftirfarandi

Miðvikudaginn 10.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Hvernig þjónusta á stýrislegur og link, og allt varðandi legur í fjöðrunarbúnaði.

Hvernig skal þrífa og smyrja pakkdósir í gjörðum.

Hvað skal gera fyrir nýtt hjól áður en það er tekið í notkun.

Þrif á hjólum.

Stillingar á keðjum.

Smurning á keðjum

Hvenær er keðja ónýt

Hvernær eru tannhjól ónýt

Miðvikudaginn 24.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Hvernig skal smyrja barka og inngjöf.

Stillingar á börkum.

Stillingar á stýri. Almennt.

Hvað skal ath. í hvert skipti áður en farið er að hjóla.

Loftsía + olía í síur, hversu oft.

Kúppling

Vatnskassi + vökvi

Bremsur + vökvi

Olíu og síuskipti + hversu oft

Miðvikudagurinn 31.03.10 kl: 19:30 – 21:30

Stillingar á dempurum.

Uppsetning á dempurum.

‘Sag’ stillingar

Umhirða á dempurum.

Dekkjaskipti.

Blöndungur, stillingar.

Hvaða verkfæri væru æskilegust í verkfæratösku.

Viðfangsefni á námskeiðunum gæti breyst ef þurfa þykir.