Vefmyndavél

Miklar pælingar og stór framtíðaráform

Á stjórnarfundi VÍK voru miklar pælingar um framtíð félagsins.  En klárlega hefur komið í ljós að mikill eftirspurn er eftir aðgengi að innanhúsbraut fyrir félagsmenn, bæði til æfinga og keppnishalds.  VÍK mun kynna á næsta aðalfundi stórhuga hugmyndir um hvert félagið vill stefna á næstunni, bæði hvað félagið varðar og alla aðstöðu.  Var mikill hugur í mönnum og ljóst er að þrátt fyrir barlóminn í þjóðfélaginu, að þá heldur lífið svo sannarlega áfram og félagið þarf að huga að framtíðinni og uppbyggingu félagsins.  Félag eins og VÍK getur ekki leyft sér þann munað að leyfa félagsstarf dofna vegna lágdeyðu og úrræðaleysi stjórnmálamanna. 
 Því telur VÍK að nú sé einmitt rétti tíminn til að blása til sóknar og setja fram metnarfulla áætlun um uppbyggingu félagsins í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.  Af hverju núna?  Jú, því nú eru menn komnir aftur til raunveruleikans og gera áætlanir sem geta staðist tímans tönn án þess að missa sig í 2007 vitleysuna.  Já, það eru svo sannarlega spennandi hlutir framundan hjá félaginu og ljóst er að VÍK ætlar að blása til sóknar á því herrans ári 2010.  Nú er bara um að gera að „stay tuned“ eins og þeir segja í fjölmiðlunum ytra.

Comments are closed.