Mikið fjör á Hafravatni á nýju ári.

Að sjálfsögðu var stillt upp fyrir race. Hvað annað.
Að sjálfsögðu var stillt upp fyrir race. Hvað annað.

Þar sem nýja árið heiðrar okkur með frábæru vetrar veðri var stefnan tekin á að prufa smá íscross á Hafravatni. Það var þvílíkt flottur hópur mættur til að sýna sig og sjá aðra. Að sjálfsögðu voru sumir þarna til að keppa við allt og alla en aðrir bara til að leika sér. Einnig var verið á snjósleðum, fjórhjólum, buggy, skautum, og ýmsu fleiru á ísnum og mikið fjör hjá öllum.

Það var búið að stika út brautarstæði með einföldum hætti og dugði það vel til að hægt væri að hafa gaman af. Nokkrir voru aðeins of ákafir á áramótagjöfinni og tóku gott sýnishorn af ísnum, þar voru sennilega fremstir í flokki Skaðinn Daðinn og Sveppagreifinn sem fengu sér góðann ís með dýfu eins og Greifinn sagði 🙂 .

Hluti af því að mæta á ísinn er það að skoða hvernig aðrir eru skóaðir á hjólunum. Ég var með skrúfur sem áttu að teljast með hertum haus en þær dugðu ansi stutann tíma, voru orðnar slípaðar eftir 1/2 t akstur og lítið grip eftir það. Flestir voru á trellum eða með skrúfaðar karbítísnálar og virtist það virka einna best við þessar aðstæður. Þarf að kanna eitthvað betur með dekkjamál áður en ég fer á ísinn aftur.

Race is on
Race is on
IMG_4631
Flott á ísnum
Flottir kappar á ísnum
Flottir kappar á ísnum

Flott tilþrif á ísnum
Flott tilþrif á ísnum

Ein hugrenning um “Mikið fjör á Hafravatni á nýju ári.”

Skildu eftir svar