Vefmyndavél

Íscrossið verður á Mývatni – skráning framlengd

1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 30. janúar. Vegna þess hversu mikil óvissa hefur verið með mótsstað vegna óhagstæðs veðurfars hefur verið ákveðið að framlengja skráningu um 24 tíma og stendur hún til miðnættis miðvikudaginn 27. janúar.

Rúmlega 20 keppendur eru skráðir til leiks og vonandi sjáum við bætast í hópinn áður en skráningu líkur. Samkvæmt reglum MSÍ þurfa að vera minnst 5 keppendur í flokk þannig að hann telji til Íslandsmeistara og að veitt séu verðlaun í viðkomandi flokk. Nú er um að gera að hnippa á félagana og drýfa þá með sér í keppni. Í samtali við Stefán Baðvörð á Mývatni í gær fullyrti hann að ísinn hefur sjaldan verið eins flottur, spegil sléttur og veðurspáinn hreint frábær fyrir laugardaginn.

Comments are closed.