Vefmyndavél

Glæsilegt krepputól – Kubbahnífurinn

Hnífurinn

Hnífurinn

Margir muna eftir árinu 2007 þegar menn keyptu sér nýtt afturdekk í hverri viku og jafnvel felgusett í leiðinni. Nú er öldin önnur og einhver snillingurinn í Ameríku hefur áttað sig á þessu og sett á markað sérstakan dekkjahníf sem hentar fyrir kubbadekk.

Græjan er 100 wött og hitar blaðið uppí 260 gráðu hita á Celsius þannig að það ætti að vera mjög auðvelt að skera í dekkin. Markmiðið er sem sagt að fá skerpa brúnina á kubbunum með því að skera af rúnaða hlutan.

Framleiðandinn segir að hægt sé að skera þrisvar til fimm sinnum af hverju dekki og að jafnvel sé hægt að nota það sem afsökun fyrir notkun á græjunni að maður sé umhverfisvænn – færri dekk á haugana.

Fyrir 1

Fyrir 1

Eftir 1

Eftir 1

Fyrir 2

Fyrir 2

Eftir 2

Eftir 2

Blaðið í nærmynd

Hnífurinn í nærmynd

Heimasíða framleiðandans

Leave a Reply