Fjör á Langasandsæfingu hjá VÍFA.

Pallaflug á Langasandi
Pallaflug á Langasandi

Skagamenn fengu heimild til æfinga á Langasandi í dag. Góð mæting var á sandinn enda var veðrið frábært sem og sandurinn. Það var búið að græja smá stökkpall og nokkrar vúbbsur. Braut var stikuð út með keilum sem var bæði í lausa og þétta sandinum.

Það var mikið fjör hjá öllum þeim sem voru á sandinum. Það voru teknar nokkrar léttar æfingar enda næginlegt pláss til að gera ýmislegt skemmtilegt. Það er frábært að geta fengið aðgang að svona  aðstöðu til hjólaiðkunar og það er öfundsvert að hafa svona innanbæjar.

Takk fyrir skemmtilegann dag, Skagamenn.

Langisandur 31 01 10 010

Langisandur 31 01 10 013

Langisandur 31 01 10 014

Þessi gutti á sko líka flott hjól en var ekki sáttur við mömmu sína sem hafði sett hann í BLEIKA hanska, hann er nú sko karlmaður, skiluru...
Þessi gutti á sko líka flott hjól en var ekki sáttur við mömmu sína sem hafði sett hann í BLEIKA hanska, hann er nú sko karlmaður, skiluru...

Skildu eftir svar