Endurocrosskeppni 14 febrúar í Reiðhöllinni

VÍK mun halda aðra keppni í endurocrossi innanhús í Reiðhöllinni 14 febrúar næst komandi.  Eins og bæði keppendur og áhorfendur upplifðu síðast, að þá var þetta hörkuspennandi keppni og afar skemmtileg.  Reyndi hún meira á keppendur en þeir gerðu ráð fyrir og voru margir hreinlega búnir á því.  VÍK mun auglýsa skráningu síðar á vef motocross.is þegar nær dregur og ætti það ekki að fara framhjá neinum.  VÍK mun halda þessa keppni í samvinnu við Nitró, eins og síðast, enda tókst keppnin afskaplega vel.

Skildu eftir svar