Drama í Fönix

Önnur umferðin í ameríska Supercrossinu fór fram í gærkvöldi og þeir sem héldu að fyrsta keppnin hafi verið dramatísk, þurfa að hugsa sinn gang. Þetta er rétt að byrja.

Þeir sem þóttu sigurstranglegastir fyrir tímabilið í 450 flokknum voru allir mættir á ráslínuna í úrslitunum, reyndar var James Stewart létt vankaður eftir stórt crass í undanrásum. Ryan Dungey er mættur á svæðið til að vinna, tekur skotið úr holunni og leiðir frá upphafi til enda. James Stewart var tíundi og Chad Reed ellefti. Á fimmta hring fer Stewart óvænt í innri línu sem Reed ætlaði að taka og þeir skella saman, lenda báðir í jörðinni og Stewart lendir á höndinni á Reed. Reed hrindir Stewart af sér og nær að komast af stað aftur. Hann áttaði sig á því að hann var sárþjáður í hendinni og hætti keppni skömmu síðar. Stewart er lengi að standa upp og tekur því rólega og endar í 15.sæti.

Ekki nóg með það að keppnin um titilinn er í uppnámi heldur er hasarinn rétt að byrja. Það fyrsta sem Stewart gerir þegar hann kom í pittinn var að arka í Kawasaki tjaldið og hrinda hjólinu hans Reed og ausa nokkrum vel völdum orðum yfir hann. Spurning hvort hann hafi fundið Reed því höndin á honum er víst brotin og hann á leið á spítalann??

450cc Pheonix:
1. Ryan Dungey (Suz)
2. Ryan Villopoto (Kaw)
3. Josh Hill (Yam)
4. Ivan Tedesco (Yam)
5. Andrew Short (Hon)
6. Kevin Windham (Hon)
7. Austin Stroupe (Suz)
8. Justin Brayton (Yam)
9. Davi Millsaps (Hon)
10. Tommy Hahn (Suz)

450cc Stig (Eftir 2 umferðir af 17):
1. Ryan Dungey (47/1 win)
2. Ryan Villopoto (38)
3. Josh Hill (35)
4. Kevin Windham (35)
5. Andrew Short (34)
6. Ivan Tedesco (32)
7. James Stewart (31)
8. Justin Brayton (26)
9. Davi Millsaps (24)
10. Tommy Hahn (21)

Picture 1
James Stewart og Kyle Partridge liggja eftir harðan árekstur í undanrásum

2 hugrenningar um “Drama í Fönix”

  1. „Stewart óvænt í innri línu sem Reed ætlaði að taka og þeir skella saman“

    ef maður spólar til baka þá sér maður að Stewart var buin að taka þessa sömu línu alveg 3 hringi í röð þannig ég veit ekki alveg var reed var að reyna troða sér þarna..

Skildu eftir svar