Vefmyndavél

Bolaöldubraut opin um helgina

bolalda

Keli „formó“ var að koma ofan úr Bolaöldu. Hann segir brautina vera í ágætu ásigkomulagi, uppstökk og lendingar í ótrúlega góðu standi. Einhverjir drullukaflar eru í hringnum, þó ætti það ekki að vera neinum alvöru drullumallara til travala.

Munið bara að það þarf að hafa miða eða kort í brautina. Um að gera að skottast uppeftir, kíkja á brautina, rúlla sér síðan út á Litlu Kaffistofu og kaupa miða. Eftir það er hægt að keyra með bros á vör og þá þarf ekki að líta um öxl. Nú er hægt að hafa gaman saman og það um miðjan Janúar.

4 comments to Bolaöldubraut opin um helgina

Leave a Reply