Vefmyndavél

Æfing í reiðhöllinni á morgun kl. 16, stór hjól kl. 18

Viggó flottur í höllinni

Viggó flottur í höllinni

Á morgun verður síðasta æfingin í Reiðhöllinni í bili, því miður. Þrátt fyrir góðan vilja þá hefur ekki tekist að finna þessum æfingum tíma í höllinni. Hestamenn og aðrir fastar kúnnar ganga fyrir með sína tíma og eru æfingar hjá þeim að hefjast um miðjan janúar. Reiðhöllin í Mosó er fullbókuð og enginn möguleiki að komast að þar en við erum að kanna hvort við finnum annað hús undir æfingarnar enda hefur þessi tilraun tekist gríðarlega vel. Æfingin verður því sú síðasta í bili og væri gaman að sjá sem flesta á morgun til að sýna fram á hversu mikill áhugi er fyrir æfingunum hjá hjólafólki. Yngstu ökumennirnir mæta kl. 16, 85urnar kl. 17 og allir aðrir komast að kl. 18. Sjáumst í höllinni.

Leave a Reply