Vefmyndavél

Viðhald á fjöðrunarlink

Fjöðrunar linkur

Fjöðrunar linkur

Nú þegar allir skólahjólararnir eru að klára prófin og hafa þar af leiðandi ekkert að gera er upplagt að strjúka tuggunni aðeins.

Fjörðunarlinkurinn, amk, á japönsku hjólunum þurfa reglulegt viðhald. Ég hef miðað við það að hreinsa og smyrja legurnar í linkinum hjá mér amk tvisvar á ári. En þegar ég fer í sjósaltann sand tek ég linkinn alltaf aukalega og smyr upp til að fá ekki saltið í legurnar. Legurnar í klafanum hef ég tekið og hreinsað amk einu sinni á ári. ATH, það er nauðsynlegt að smyrja upp linkinn þegar hjólin eru ný. Það virðist vera að feitin sé skorin við nögl þegar tuggurnar eru settar saman. Það er dýrt að kaupa nýjar legur!

Það þarf að passa að týna ekki pinnunum úr legunum þegar er verið að hreinsa þær upp. Það er ekkert mál að koma þessu saman aftur en það getur verið erfitt að finna pinnana! Ef legurnar eru riðgaðar þá þarf að skipta um þær. Nauðsynlegt er að nota góða vantsþolna feiti. Væntanlega fást góð efni í næstu hjólabúð. Passa að hreinsa vel óhreinindin í pakkdósunum!

Ég nota alltaf olíuhreinsir til að hreinsa gömlu feitina og óhreinindin. Ef feitin er orðin hörð þá hef ég tekið alla pinnan úr og látið þá liggja í olíuhreinsir í smá stund. Svo set ég bara smá feit í legusætið og dunda mér við að raða pinnunum í aftur. Ég hef passað mig á því að hafa pinnana sundurgreinda úr hverri legu fyrir sig til að gera málið ekki flóknara þegar setja á saman.

Legusett færðu hjá umboðunum eða næstu hjólabúð.

Klafinn. Legusettin koma vanlega með öllu því sem þurfa þykir.

Klafinn. Legusettin koma vanlega með öllu því sem þurfa þykir.

ATH: þetta er eins og ég hef framkvæmt þessa aðgerð sjálfur. Þessi grein er ekki á vegum VÍK og þeir sem kjósa að prufa sig áfram eftir henni gera það á eigin ábyrgð.

Leave a Reply