Vefmyndavél

Riddarar Reiðhallarinnar í dag. Frábært framtak hjá VÍK.

60 - 85 cc hópurinn bíður spenntur eftir nýju verkefni frá þjálfurunum.

60 - 85 cc hópurinn bíður spenntur eftir nýju verkefni frá þjálfurunum.

Það er okkur mótorhjólafólki þvílík blessun að fá afnot af Reiðhöllinni í Víðidal. Í dag voru æfingar fyrir alla aldurshópa alveg frá yngstu, tilvonandi, afreksmanna okkar upp í og niðurí fullorðna. Já meira að segja nokkrir yfir „forty something“ Það er aldur þar sem fólk hættir alveg að kunna að telja aldursárin! En þessar æfingar eru  jafn skemmtilegar og nauðsynlegar fyrir alla aldurshópa.

Við hina eldri var ítrekað alveg sérstaklega að það mætti alls ekki nota stóru „Jólagjöfina“  í höllinni. Að sjálfsögðu voru allir algjörlega sammála því sem hinir íðilfögru, fjallmyndarlegu og hæfileikaríku þjálfarar ( Helgi Már og Gulli Karls )  sögðu. „Já, já við munum alls ekki nota jólagjöfina og alls ekki stóru JÓLAGJÖFINA í beyjunum, og við munum alls ekki fara í neitt reis eða að taka fram úr, neibb alls ekki! Og svo fór hjálmurinn á hausinn, heilinn skilinn eftir, Jólagjöfin sett í botn og helvítis asn… á undan skyldi sko ekki vera á undan lengi 🙂 . En vá! hvað þetta var frábærlega gaman fyrir alla sem tóku þátt.  Grunnatriðin voru lögð sem gildi dagsins og er það eitthvað sem allir þurfa að fara yfir aftur og aftur. Beygjur, bremsun, klemma og reyna að hugsa. Allir þáttakendur dagsins voru gríðarlega ánægðir með æfingarnar og virkilega ánægðir að geta fengið að snúa upp á rörið í inniaðstöðu.

Þjálfararnir voru ekki að skafa af því, regla #1 var sú að það væri bannað að keyra niður keilurnar, refsing fyrir það væri 10 armbeyjur og voru nokkrir sem voru skikkaðir til að borga skuldina fyrir framan allann hópinn og þar af einn kvenmaður. Hjá þjálfurunum gildir það nefnilega að allir eru jafnir. Kvenfólkið fær enga mjúka meðferð umfram karlpeninginn.

Eins og sjá má, í fréttinni hér fyrir neðan, þá voru þó nokkrir á biðlista og voru margir af þeim mættir til að sjá hvort ekki væru einhver afföll til að þeir gæru komist að í staðinn. Einhverjir voru heppnir og komust að en aðrir ekki. Þetta sýnir það að það er skylduverk fyrir hvern og einn að fylgjast með frétta og tilkynningaflutningi hér á vefnum, annars ertu ekki inn í því sem er að gerast í okkar rosalega góða félagi.

Það er smá von að það sé hægt að endurtaka „fullorðins“ æfingu aftur von bráðar og þá er eins gott fyrir alla að fylgjast með vefnum okkar því að fyrirkomulagið verður aftur það sama. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Ég pant vera með aftur 🙂

Takk fyrir daginn.

Gasfeðgar voru mættir á æfingu

Gasfeðgar voru mættir á æfingu

Þáttakendur voru spenntir að fá að hefjast handa.

Þátttakendur voru spenntir að fá að hefjast handa.

Æfingin að hefjast og allir keppast við að koma draslinu á sig og tuggunni af stað

Æfingin að hefjast og allir keppast við að koma draslinu á sig og tuggunni af stað

Flott braut sem var búið að stika út í höllinni

Flott braut sem var búið að stika út í höllinni

Allt að gerast og þjálfararnir fylgjast grannt með

Allt að gerast og þjálfararnir fylgjast grannt með

Skmmtilega efriðar þessar þröngu beyjur

Skemmtilega efriðar þessar þröngu beyjur

Keli fygist íbygginn með og reynir að sjá til þess að ""Jólagjöfin sé ekki notuð

Keli fylgist íbygginn með og reynir að sjá til þess að ""Jólagjöfin sé ekki notuð

Mín heimilisimbavél er ekkert allt of hrifin af myndatökum í Reiðhöllinni og eru myndirnar ekkert allt of góðar. En vonandi takið þið viljann fyrir verkið.

1 comment to Riddarar Reiðhallarinnar í dag. Frábært framtak hjá VÍK.

Leave a Reply