Jólaæfing í Reiðhöllinni sunnudaginn kl. 18 – fyrir öll hjól

Næsta sunnudag, 20. desember ætlum við að gera tilraun og halda æfingu innandyra í Reiðhöllinni fyrir stór hjól á milli kl. 18 og 19. Æfingar fyrir krakkana hafa gengið gríðarlega vel og er mikil aðsókn í þær. Við höfum því fengið vilyrði fyrir því að prófa fullorðinsæfingar í höllinni! Gulli og Helgi setja upp æfingabraut þar sem áherslan verður á beygju og bremsuæfingar og farið verður í gegnum grunnatriðin sem allir þurfa að æfa og rifja upp. Takmarkaður fjöldi kemst á æfinguna eða max 15 manns sem þurfa að boða sig með því að senda póst á vik@motocross.is, og fyrstir koma – fyrstir fá! Gjald fyrir æfinguna er 2.000 kr. á mann, greitt á staðnum! Verður þetta gaman, eh já!!! Sjáumst.

4 hugrenningar um “Jólaæfing í Reiðhöllinni sunnudaginn kl. 18 – fyrir öll hjól”

  1. Þetta gekk vel, nú þegar eru 15 skráðir en við tökum menn á biðlista áfram. Það er líka um að gera að skrá sig svo við sjáum áhugann og þá er reynandi að semja um fleiri svona tíma!
    Þeir sem ekki mæta og borga fyrir 17.45 á sunnudag geta því misst plássið sitt. Munið bara dauðan mótor fyrir utan hús og að þetta er æfing en ekki reis 🙂 K

  2. gott innlegg…..og vondi verður þetta eithvað sem maður á eftir að sjá meira af svona í skamdeginnu

Skildu eftir svar