Vefmyndavél

Skráningu í Endurokross lýkur á miðvikudag kl. 22

Undirbúningur fyrir endurokrossið í Reiðhöllinni er nú á fullu og nú fer skráningu í keppnina að ljúka og stilla upp riðlakeppninni. Keppendalistinn hefur ekki verið tekinn saman en við getum staðfest að margir (ef ekki allir) grimmustu hjólarar landsins eru búnir að skrá sig til keppni. Skráningu lýkur kl. 22 á miðvikudagskvöldið og fljótlega þar á eftir kemur í ljós endanleg dagskrá og keppendalisti.

Eftir hádegið á föstudag verður byrjað að raða brautinni upp og þá verður öll aðstoð mjög vel þegin. Menn með verkfæri, bor/skrúfvélar, hamra og nagla og fullt af áhuga eru velkomnir til að aðstoða okkur fram á kvöld. 🙂

1 comment to Skráningu í Endurokross lýkur á miðvikudag kl. 22

Leave a Reply