Skráning í Endurocross

Skráning er hafin í Endurocross VÍK sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal þann 5.desember. Keppnisgjaldið er 2.500 krónur og rennur það óskipt milli þeirra 8 sem komast í úrslitariðilinn.

Keppnisstjórn vill benda á að þrautirnar í endurokrosssinu verða erfiðar, þú skráir þig því á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að velja og hafna keppendum enda takmarkaður fjöldi sem kemst inn í keppnina. Komi til þess verða keppnisgjöld að sjálfsögðu endurgreidd.

Skráningu er lokið

3 hugrenningar um “Skráning í Endurocross”

  1. Of snemmt að segja til um það, en most likely, skráning fer vel af stað, krossaðu bara puttana 🙂 Nú er bara málið að láta þetta berast sem víðast. Við þurfum fullt hús og geðveika stemningu til að þetta gangi upp og það sé hægt að gera þetta aftur.

Skildu eftir svar