Motocross 2009 komin í búðir

dvd-hylkiMotocross 2009 DVD diskurinn er kominn í búðir og verður settur í sölu hérna á vefnum um helgina. Á þessum disk eru þættirnir sem voru sýndir í Sjónvarpinu síðastliðið sumar, einn frá hverri keppni, alls fimm þættir og er diskurinn um 140 mínútur að lengd. Fæst hann á eftirtöldum stöðum: Púkanum, Nítró, JHM sport, Mótó, N1 Akureyri og Hagkaup Skeifunni og í Garðabæ og svo hérna á vefnum um helgina. Stefnan er svo sett á að gefa út fjótlega MXON þáttinn, Lex Games og skemmtiatriðin af uppskeruhátíðinni á einum DVD.

Skildu eftir svar