Motocross 101: 1. Æfðu beygjur

Ricky tekur beygju
Ricky tekur beygju

Motocross 101
Það skiptir engu hvort þú ert byrjandi eða meistari, motocross er gríðarlega erfitt sport jafnt líkamlega og tæknilega og það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Blaðið víðkunna Transworld Motocross fékk nokkra þekkta ökumenn til að koma með góð tips fyrir okkur hina sem eru enn að læra. Í vetur ætlum við að birta þessi tips nokkrum sinnum í viku hér á vefnum.

1. Æfðu beygjur.
Mörgum finnst skemmtilegast að stökkva en keppnir tapast og vinnast nú samt í beygjunum. Ég eyddi mestum tíma í að æfa beygjutækni. Ég fann þá beygju og keyrði hana einfaldlega aftur og aftur þangað til mér fannst ég vera búinn að ná góðum tökum á henni. Ef þú leggur á þig þessa aukavinnu þá finnurðu muninn í næstu keppni. – Ricky Carmichael

Skildu eftir svar