Uppskeruhátíð MSÍ

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram laugardagskvöldið 14. nóvember í veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Koníaksbætt humarsúpa er í forrétt, Lynggrillaður lambalærisvöðvi á sveppaturni ásamt sherrysveppasósu og kryddkartöfluteningum í aðalrétt og ofnbakaður banani hjúpaðu myntu súkkulaðisósu í eftirrétt.

Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir Enduro og Motocross, myndbönd frá sumrinu verða frumsýnd ásamt ýmsum aukaverðlaunum og fleiru óvæntu. Karl Örvarsson stjórnar veislunni og hljómsveitin Vítamín mun svo sjá um fjörið fram á nótt.

Miðasala fer fram á síðu MSÍ og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH. Takmarkaður miðafjöldi er í boði þannig að rétt er að bóka sér miða strax.

Stjórn MSÍ.

Skildu eftir svar