Styttist í uppskeruhátíð og Aðalþing MSÍ

msi_stort.jpgAðalþing MSÍ fer fram laugardaginn 14. nóvember í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefst kl: 11:00

Formenn aðildarfélaga MSÍ eru vinsamlega beðnir að kynna sér lög sambandsins og senda inn beiðnir um þingmál sem þeir vilja að tekin verða fyrir á þinginu. Einnig er óskað eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar og til nefndarsetu.

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram sama dag og hefst dagskráin kl: 19:00 í Rúbín Öskjuhlíð, uppskeruhátíðin verður auglýst nánar næstu daga en um glæsilega dagskrá er að ræða með borðhaldi og dansleik. Þar verða veittir Íslandsmeistaratitlar ársins 2009.

Íslandsmeistarar í öllum flokkum síðasta árs, vinsamlega skilið inn farandbikurum i verslunina Moto, Rofabæ 7 fyrir 25.október.

Skildu eftir svar