Landsliðið keppir í dag

lidStóra stundin er að renna upp hérna á Franciacorta brautinni á Ítalíu. Íslenska landsliðið hefur keppni eftir tæpann klukkutíma og mætir öllum bestu ökumönnum heimsins. Aðstæður til keppni eru góðar, léttskýað og logn þannig að það stefnir í heitan dag sem getur reynst erfitt fyrir Frónbúana, enda ekki vanir að keyra í svona miklum hita. Brautin lítur mjög vel út og það verður gaman að sjá fyrstu menn reyna sig í henni, en það hefur engin fengið að aka brautina enn þá, enda er hún glæný. Nú er málið að senda góða strauma hérna suður í sólina og styðja strákana í huganum. Við reynum að birta úrslit og nýjar fréttir hérna eftir hvern flokk. Nýjar myndir hellast svo inn á vefalbúmið seinnipartinn.

Hægt er að fylgjast með tímunum live hér.

Og sjá æfingatímana hér.

3 hugrenningar um “Landsliðið keppir í dag”

Skildu eftir svar