Bolaöldusvæðið

new-image-bolalda-vokvun
Flott vökvunarkerfið í Bolaöldum

Enn og aftur viljum við ítreka það að Bolaöldusvæðið er í frábæru standi þessa dagana, núna þegar þessi orð eru rituð eru nokkrir mættir í brautina til að tæta og trilla.

Garðar er búinn að vera með traktorinn á fullri gjöf, í allan morgun, við að lagfæra uppstökk og rithmapalla. Einnig hefur hann verið að vinna  í að lagfæra síðustu hólana í rithmapöllunum, til að gera það mögulegt fyrir hraðari að fara hratt og líka fyrir þá hægari.

Svei mér þá ef við náum því ekki að!!

Hjóla Hjóla, fram til jóla. 🙂

Stjórnin.

Þar sem kreppan er búin og Iceslave er leyst, þá rauk Garðar upp á Bolaöldusvæðið í morgun og er búinn að vera að gera og græja í allan morgun. Brautin er í frábæru standi, öll uppstökk eru góð, enda Garðar búinn að vera sveittur í allan morgun að lagfæra. Rakastigið í brautinni er geðveikt og ef veðurspáin stenst þá ætti hún að haldast svoleiðis út vikuna.

Vatnsvandamálið sem kom upp á Laugardag er leyst og það er möguleiki á því að Garðar bjóði uppá kaffi fyrir góða gesti. Einnig mun háþrýstidælan vera til notkunar á meðan Garðar er á svæðinu. Ekki er hægt að hafa dæluna opna ef starfsmaður er ekki á svæðinu.

Hjóla, hjóla, fram til Jóla.

Ein hugrenning um “Bolaöldusvæðið”

  1. Þetta var ekkert grín hjá Óla/Garðari, brautin var algjörlega geðveik í dag. Þeir 10-15 sem komu seinnipartinn í blæjalogni og geggjuðu gripi urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sýnist vera sama spá á morgun, held það sé málið að hætta snemma og drífa sig upp eftir. Dimmt kl. 18. Kv.

Skildu eftir svar