Vefmyndavél

Bolaöldusvæðið

Veðrið á Bolaöldusvæðinu í dag er ekki mjög hjólavænt, nema að sjálfsögðu fyrir alvöru hardcore hjólamenn!  En brautirnar eru allar í góðu ásigkomulagi en að sjálfsögðu eru þær nokkuð blautar.

Veðurspáin fyrir helgina er hjólalega-þrælgóð miðað við árstíma, eina sem þarf að gera er að klæða sig samkvæmt veðri.

Það er ástæða til þess að hvetja hjólafólk til að nýta sér Bolaöldusvæðið á meðan veður leyfir, það hafa verið ótrúlega margir nothæfir hjóladagar það sem er af Október, ekki víst að það verði mjög margir í viðbót. Nema að þú sért Hardendurohjólakappi sem elskar snjó eða viðbjóðslegar aðstæður og teljir það að hjóla í hringi sé bara fyrir þá sem rata ekkert nema það sem hringurinn leiðir þá. Bolaöldusvæðið er að sjálfsögðu kjörið svæði yfir vetrartímann fyrir þannig hjólara.

Hjólafjör með bros á vör.

Leave a Reply