Bolaalda frábær í dag

Það er bara með ólíkindum hvað veðrið og aðstæðurnar leika við okkur þessa dagana. Brautin í Bolaöldu hefur verið algjörlega ótrúleg

Veðrið á morgun!
Veðrið á morgun!

síðustu daga og dagurinn í dag var enginn undantekning. Þvílík snilld, pallarnir fínir, engin drull og geggjað gott grip út um alla braut , sól, 8 stiga hiti og log – í lok október!

Veðrið fyrir morgundaginn lítur ekki verr út, aðeins kaldara en bjart og þurrt. Er ekki málið að fjölmenna upp eftir á morgun og taka nokkur létt mótó? Muna bara miðana á Olís Norðlingaholti eða hjá Stebba í Kaffistofunni. Sjáumst á morgun.

Skildu eftir svar