Bikarmótið í dag, umfjöllun.

Mótið tókst frábærlega að öllu leiti, enda hvað er annað hægt. Frábært veður var í dag, þó með smá skúrum inn á milli til að halda rakastiginu  í brautinni. Nokkuð góð mæting var í öllum flokkum með þeirri undantekningu að í MX2 var sami maðurinn í síðasta og fyrsta sæti. Það voru allir sammála um það að brautin væri frábær og voru tilþrifin samkvæmt því. Fullyrða má að margir hafi séð eftir því að hafa ekki tekið þátt.

Skvettugangur í Bolaöldum
Skvettugangur í Bolaöldum.

Ekki varð um teljandi óhöpp að ræða en þó var einn maður sem vildi standa veglega undir nafni og var þar að verki enginn annar en maðurinn sem veit ekki hvaða hjól honum langar til að eiga, Daði skaði, en hann urlaðist á hausinn með stæl á stóra pallinum. Drengurinn er kattliðugur og fann ekki fyrir því að kollhnýsast um pallinn með hjólið skoppandi á aftir sér.

Vinningshafar dagsins:

85cc: Guðbjartur Magnússon #102.

Unglingaflokkur: Gummi Kort #99

Kvennaflokkur: Bryndís Einarsdóttir #66

Besti flokkurinn: Daði Skaði á hjóli #707

MX2: Haukur Þorsteinsson #10

MXopen: Gunnlaugur Karlsson #111

Sjá nánar á myndum Sveppagreifans.

Í lokin skelltu nokkrir ferskir sér í pollaleik. Leikurinn gekk út að hver væri með flottustu skvettuna. Tilþrifin voru glæsileg hjá öllum þátttakendum en sigurvegarinn var valinn af tveimur fjallmyndalegum stúlkum og völdu þær Skaðann sem skvettumeistara dagsins eftir mikil fundarhöld.

Að sjálfsögðu var bara frábært fólk mætt á svæðið til keppni og áhorfs. Allir voru tilbúnir að hjálpast að til að gera daginn góðann. Fólk tók að sér að flagga, stigatalningu, starthliðin, verðlaunaafhendingu og frágang eins og ekkert væri sjálfsagðara og ekki þurfti að ganga á eftir fólki til þess. VÍK þakkar öllum sem komu að deginum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Veglegir vinningar voru í boði fyrir alla sem komust á pall, m.a Powerade frá Vífilfell, olíur frá Nítró, laugardagsnammi frá Freyju og verðlaunapeningar. Skvettumeistaraverðlaunin voru í boði Litlu Kaffistofunnar.

Að venju voru Sveppahjónin með myndavélina að vopni og drituðu myndum í gríð og erg milli þess að þau trylltu og tættu um brautina í sínum flokkum. SJÁ FULLT AF FLOTTUM MYNDUM FRÁ ÞEIM HÉR.

Stórnin.

Ein hugrenning um “Bikarmótið í dag, umfjöllun.”

  1. þakka fyrir frábæran dag og keppnni var bara gamann 🙂

    ef einhver saknar Hondu þríhyrnings standara (svartur) þá endaði einn i með mer i bilnum getið nalgast hann hja mer Daði 8681121

Skildu eftir svar