Vefmyndavél

Bikarmótið í Bolaöldum á morgun Laugardag.

Það ætlar aldeilis að rætast úr veðurspánni fyrir okkur.  Sjá veðurspá HÉR

Skráningin gengur frábærlega, eina sem vantar uppá eru fleiri skráningar í kvennaflokkinn.

Tímatökusendarnir verða EKKI notaðir.

Núna kl 21:12 eru búnir að skrá sig 35 manns og var það markmið okkar að ná amk 30 manns til keppni og það hefur tekist.

Þar sem við í stjórninni erum í svaklalega góðu skapi þá ætlum við að bjóða slugsunum upp á það að mæta í fyrramálið og skrá sig á staðnum. EN ÞAÐ VERÐUR BARA HÆGT Á MILLI KL 10:00 og 10:30. OG  ÞÁ GEGN 3000 KR GREIÐSLU MEÐ PENINGUM.

Dagskráin færist um 1/2 tíma fram, við verðum með upphitun fyrir alla frá kl 11:00 – 11:2o.

Það verður raðað á starlínu eftir því hver verður besti vinur línumanns, hver sem það verður. ( Kannski )

Vinningshafi verður væntanlega sá sem stekkur fyrstur yfir lokalínuna.  (Eða þá vinur línumannsins.)

Það er sett sem skilyrði að góða skapið verði tekið með í þessa keppni þar sem aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.


11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

Stjórnin

1 comment to Bikarmótið í Bolaöldum á morgun Laugardag.

Leave a Reply