Vefmyndavél

Púkamót MotoMos afstaðið.

puk1

Frá MotoMos

Við viljum þakka frábæra þátttöku í púkamóti MotoMos um síðustu helgi, þar sem að krakkarnir sýndu frábæra takta og hrikalega harða baráttu og greinilegt að framtíðin er björt fyrir Íslenskt motocross.  Í raun og veru voru allir sigurvegarar þennan dag.

Motmos vill sérstaklega þakka Kela, Einari Bjarna, Dodda, Bínu og Helga (VÍK) fyrir hjálpina.

Einnig viljum við þakka Lexa sem bauð keppendum og fjölskyldum þeirra upp á grillaðar pylsur, og Púkinn.com fyrir verðlaunin.

Vonumst til að geta haldið svipað mót aftur fljótlega.  Sverrir var á svæðinu og tók myndir, hægt að sjá www.motosport.is

Brautin er í frábæru standi, hvetjum alla til að fara hjóla, muna eftir miðum á N1 í Mosó.

2 comments to Púkamót MotoMos afstaðið.

  • jonki911

    gaurinn hja mer er soldið spenntur eftir að sja timana

  • gudnif

    Tímatökubúnaðurinn var bara í notkun hjá 85cc krökkunum, vegna kunnáttuleysis hjá okkur:( Verður í lagi næst:) Yngri flokkarnir voru taldir inn.

    Því miður verður þetta ekki sent inn á mylaps.com

    Kv. Guðni F

Leave a Reply