Vefmyndavél

Opinn fundur um slóðamál

Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka

Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka

Þriðjudaginn 29. september, kl. 20:00, mun Russ Ehnes, framkvæmdastjóri NOHVCC, segja okkur upp og ofan af slóðamálum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa um 30 ára forskot á okkur í skipulagningu slóða og hafa náð mælanlegum árangri í að sætta sjónarmið þeirra sem vilja aka og þeirra sem vilja takmarkanir. Þetta málefni er sérstaklega heitt um þessar mundir hér á Íslandi eftir að spurðist út að Ásahreppur væri með á teikniborðinu verulegar lokanir slóða við Veiðivötn, Þórisvatn og Jökulheima (sjá nánar umræðu á spjalli 4×4).  Russ kemur til með að halda um klukkutíma fyrirlestur um þessi mál.   Einnig verður kynning á ljósabúnaði frá AMG Aukaraf, en Ásgeir Örn verður á staðnum og gefur góð ráð.
Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu (Bændahöllinni – gengið inn gengt Þjóðarbókhlöðunni), 3. hæð til hægri þegar lyftan er tekin upp.

Athugið að fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa.

2 comments to Opinn fundur um slóðamál

 • Þetta var flottur fundur í gær og miðað við frásögn þeirra Russ og annara sem hafa verið með honum í þessu fundastússi hérna við ráðamenn að við hjólamenn verðum aldeilis að fara taka til í okkar málum.
  Lýsingarnar sem þeir fengu á hjólamönnum voru svakalegar, orðspor okkar meðal ráðamanna er hörmulegt og það verðuim við að laga strax.

  Hættum að keyra utanvega, notum þá slóða sem eru til og þeir liggja um viðkvæmt svæði, snúum þá við og veljum aðra leið, það er engin minni maður þó hann snúi við.

  Ef við lögum ekki okkar mál þá verður allstaðar lokað á okkur og hvað þá?

 • NoBrks

  Mjög skemmtileg umfjöllun!
  Það er svaklegt hvað óreiðan á Reykjanesinu er nú þegar búin að eitra rosalega út frá sér og hefur jafnvel snúið stofnun sem voru okkur hliðhollar. Þarna þarf virkilega að taka upp hanskana með samstilltu átaki allra torfæruhjólamanna. Það sama á við um akstur í fjörum í nággreni Þorlákshafnar.
  Þessi akstur óreiðu manna er að éta málstað okkar innan frá!! Russ fjallaði meðal annars um sjálfboðaliða race-police á ´slóðum í USA, þ.s. race-police getur skrifað lögreglu sektir og jafnvel handtekið menn. Við getum auðveldlega sigrast á þeim vandamálum sem nú eru til staðar með semstilltu átaki torfæruhjóla-samfélagsins 🙂

Leave a Reply