Vefmyndavél

OLD BOYS Í KVÖLD!!!!!!! JÁ SÆLL ÞETTA ER FRÉTT…..

Uppfærsla:

Ég ruslaðist upp í Mosóbraut í gærkvöldi til að horfa á og læra af hinum rómuðu kempum sem höfðu dustað rykið af tuggunum og gírnum. Mætingin var flott og keppnisskapið hafði verið tekið með 🙂 .

Mættir voru: Varði – myndó, Keli – formó, Reynir – járnkarl, Haukur – unglamb, Einar – krassi,  Siggi – lopi, Steingrímur – fiskur, Pétur – Harði og einhver unglömb sem ekki komast ennþá í heldrimannahópinn. ( +40 )  

Þetta var alvöru æfing, það voru tekin stört, það voru tekinn blokkpöss, það voru tekin risastökk, það voru tekin risaskrubb, og til að kóróna allt þá voru líka tekin vipp. En reyndar er allt, sem er upptalið, það sem mönnum fannst þeir vera að gera 🙂 . Varði virðist ekki hafa gleymt neinu, amk ekki keppnisskapinu, hann var konungur dagsins. Það er spurning um kombakk hjá kappanum til að sýna þessum kjúkklingum hvernig á að gera þetta. Reynir „Járnkarl“ var ótrúlega öflugur og virðist járnaruslið í honum ekki vera til trafala. Einar „Krassi“ krassaði ekkert og virðist ætla sér að hrista af sér þetta viðurnefni.

Hamingjan var svo mikil hjá köppunum, eftir æfinguna, að það var ákveðið að hafa OLD BOYS æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:00 núna í september. Eða á meðan birtan endist.

Ég er búinn að heyra af köppunum núna í morgun og menn eru stirðir og strengir á ýmsum stöðum sem þeir héldu að væru engir vöðvar. EN þetta var GAMAN.

OLD BOYS ÆFING Í KVÖLD Í MOSÓBRAUT.

Allar gömlu kempurnar ætla að hamast saman í kvöld og sýna hverjum örðum góða takta.

Meiningin er að mæta uppúr 18:00. og láta svitann streyma það vel að ekki þurfi að vökva brautina vel og lengi.

Heyrst hefur að Reynir #3 fari á bak, Varði sömuleiðis, Einar „krassi“ og margar kempur hafa tilkynnt mætingu.

Hvet ungviðið til að mæta og læra af reynsluboltunum. Þessir gömlu kunna ýmislegt “ eða amk kunnu“ ýmislegt.

Vonandi verða þeir allir með hjálparfólk á kanntinum til að klæða sig í gallana og lyfta sér upp á hjólin.

Áhorfendur verða að vera duglegir að hjálpa til við að hreinsa „líkin“ úr brautinni þegar líður á kvöldið.

Leave a Reply