Long Beach Race. Umfjöllun.

3939180136_254551d6d72
Ísak #505 í endastökksstungu

Það voru alls mættir 37 keppendur í keppnina hjá Vífa á Langasandi. Þar af voru einungis 6 keppendur í kvenna og 85cc flokki. Bryndís Einars mætti til keppni í kvennaflokki og að sjálfsögðu rúllaði hún þessu upp.  Gott ef hún hringaði ekki alla og suma tvisvar. Flott að sjá hversu mikið þessi stúlka hefur bætt sig, enda verið við keppni og æfingar í Evrópu í allt sumar.

Prjónkeppnin var mjög lífleg og voru ansi margir líklegir til að ná titlinum þetta árið.  Það var gaman að sjá tilþrifin hjá köppunum, og sumir svo ákveðnir að taka þetta, að þeir stoppuðu ekki fyrr en á klettunum ókleifu, en þó án slysa. Atli 669 er prjónkóngurinn 2009 og tók þetta með öryggi og yfirvegun. Prjónið var ekki auðvelt fyrir kappana þetta árið.  Í enda prjónbrautarinnar þurfti að beygja, sikk-sakk, og var það ekki á færi nema þeirra bestu að ná því. Frábær tilþrif og mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Og eins og segir í Skagalaginu „Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“.
Mikið fjör og mikið gaman.

Myndir fengnar að láni hjá Gísla #57

Í stóru keppninni var enn meira fjör enda 31 keppandi mættir þar á línu. Kári #46 tók holuskotið og hélt forustunni fyrstu 25 mín. Ekki dugði það þó til hjá honum þar sem sjórinn virðist hafa verið aðeins of ákafur í hjólið hjá honum, tuggan vildi ekki ganga almennilega, við það datt hann út. Einar #4 mætti í þetta mót á 250 4t tuggu og ætlaði að hafa náðugan dag án mikilla láta, en það er eins og oft hjá kappanum, hann gat að sjálfsögðu ekki verið í einhverjum rólegheitum, hann var um miðjan hóp í byrjun en týndi upp hvern keppanda á eftir öðrum. Um miðja keppni  var hann kominn að Atla #669 sem leiddi keppnina eftir að Kári datt út. Einar „saltaði “ starfsmanninn sinn og jók forskotið með hverjum hring. Það er auðséð að  reynslan skilar meiru en hestöflin. 🙂 

Þar sem að Bryndísi þótti samkeppnin í kvennaflokknum ekki vera nægileg þá skellti hún sér líka í stóru keppnina með unglingunum. Það var ekki að spyrja að því, hún lenti að sjálfsögðu í verðlaunasæti þar, þó hún væri búin að keyra samtals í 70-80 mín.

Í lokin var tekin speedway keppni og mættu þar 7 kappar til að hafa gaman saman. Allir sem tóku þátt í þessu stóðu sig frábærlega og skemmtu fólki með frábærum tilþrifum. Ásgeir #277 stóð uppi sem sigurvegari eftir hörku keppni við málarann #15 (505) .  Ekki voru veitt verðlaun í þessu fjöri þar sem þetta var einungis til gamans gert.

Einn keppnadi þurfti að heimsækja sjúkrahúsið á Skaganum eftir ansi veglega biltu á einum pallinum.  Þar var að verki Ísak #505 og hefði hann sennilega frekar viljað vera í rallýbíl við svona veltugang. Pilturinn var heppinn og reyndist aðalega „már og blarinn“ vítt og breytt um skrokkinn. Sennilega hefur nóttin eftir, verið aðeins verri, ég tala þar af reynslu 🙁  . Enn og aftur sannar það sig að sá öryggisbúnaður sem er krafist í okkar sporti bjargar hjólafólki frá alvarlegum slysum.

Ekki verða sigurvegarar taldir upp hérna en það má sjá allt um það á vef MSÍ HÉR.

3939194116_b000217f4d

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar #4 – sigurvegari dagsins

3938383347_d786ab3157

 

 

 

 

 

 

 

 

Kári #46 holuskotsmeistari dagsins.

Skildu eftir svar