Langasandskeppnin / Long Beach Race

Það rættist úr skráningunni og eru komnir 33  keppendur.

VÍFA hefur ákveðið að bjóða uppá SKUSSASKRÁNINGU gegn 5000 kr gjaldi fyrir þá sem vöknuðu upp í morgun og sáu að það hefði verið gaman að hjóla með þeim hetjum sem eru skráðir. Skráning sendist á marus@vifa.is. Þeir sem ekki eru með senda verða að græja málið hjá Nitró.

Þar sem keppnin er innabæjar verður lögð mikil áhersla á að pústkerfi séu í lagi og standist hljóðmælingu.

Keppendur eru beðnir sérstaklega um að virða umgengnisreglur, það má bara fara með hjólin niður á sandinn í tröppunum. Það má ekki þenja hjólin að óþörfu og það má alls ekki spóla eða hjóla á grasi. Síðast en ekki síst þá verður að passa sig á áhorfendum á leiðinni niður á sandinn. VÍFA verður með astoðarmenn fyrir þá sem ekki treysta sér með hjólin upp eða niður tröppurnar.

Skildu eftir svar